Leiguskilmálar Enterprise
Leiguskilmálar fyrir Langtímaleigu og vetrarleigu Enterprise
Almenn ákvæði:
1. Með undirritun samþykir leigutaki ákvæði leigusamnings og skilmála.
2. Leigusaningur þessi er gefin út í tveimur eintökum, eitt fyrir leigutaka og annað fyrir leigusala.
3. Leigutaka er skylt að undirrita afrit af leigusamningi.
4. Breytingar á samningi þessum, viðaukar, breytingar á skilmálum og/eða athugasemdir vegna ástandsskýrslu ökutækis þessa skulu vera skriflegar. Komi til þess að skipta þurfi um bíl á leigutíma og um er að ræða breytingu er varir út leigutímann er leigusamning lokað og hann gerður upp og nýr samningur gerður.
5. Leigutaki skal tilkynna leigusala um breytingar á greiðslukortauppýsingum, búsetu, netfangi og/eða símanúmeri aðsetursskipti um leið og þau verða.
6. Leiguverð tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs á hverjum tíma. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala í þeim mánuði sem leiga hefst.
7. Um samninga þá sem gerðir eru á grundvel skilmála, þar með talið bótakröfur sem eftir atvikum kunna að vera gerðar, fer að íslenskum lögum. Gildir það bæði um grundvöll og útreikning bóta. Sama gildir um bótakröfur á grundvelli bótaábyrgðar utan samninga. Rísi mál vegna leigusamnings skal málið rekið fyrir varnarþingi leigusala.
8. Leigusali getur óskað eftir greiðslu tryggingafjár. Tryggingaféð getur numið allt að sex mánaða leigugreiðslu og tryggingaiðgjaldi og greiðist leigusala áður en bíll er afhentur leigutaka.
9. Leigusala er heimilt að framselja leigusamning þennan til annars aðila, enda skerði slíkt framsal ekki réttarstöðu leigutaka sbr. lög. 161/2002.
10. Bent skal á að skjóta má ágreiningsmálum samningsaðila leigusamnings þessa til viðeigandi aðila.
11. Tryggingariðgjöld taka breytingum samkvæmt verðskrá tryggingarfélags nema um annað hafi verið sérstaklega samið.
Söfnun og geymsla persónupplýsinga:
12. Leigusali notast við persónuupplýsingar leigutaka til að veita honum leiguþjónustu. Persónuupplýsingar geta innihaldið nafn leigutaka, fjölskyldumeðlima, starfsmanna eða annara sem hann tilgreinir við gerð samnings ásamt heimilisföngum þeirra, kennitölu, ökuskírteinisnúmeri, netfangi, símanúmeri osfrv.
13. Bílaleigan notast við persónuupplýsingar leigutaka til að ákvarða hvort hún skuli veita leigutaka þjónustu í framtíðinni, að fengnu ótvíræðu samþykki leigutaka fyrir slíkri notkun á persónuupplýsingum hans. Þar á meðal getur verið um að ræða lánshæfismat, kannanir og/eða aðra markaðssetningu í gegnum textaskilaboð og/eða tölvupóst.
14. Bílaleigan mun afhenda persónuupplýsingar leigutaka, ef þurfa þykir:
a. Löggæsluyfirvöldum, staðaryfirvöldum, skattayfirvöldum og bílastæðasjóði, hafi þessir aðilar rétt til slíkra upplýsinga samkvæmt lögum eða í tilgangi lögmætra hagsmuna bílaleigunnar, til dæmis til að framfylgja leigusamningnum milli aðila.
b. Þriðju aðilum sem starfa fyrir hönd bílaleigunnar við kröfustýringu eða innheimtu skulda sem leigutaki skuldar bílaleigunni.
c. Þriðju aðilum sem annast sannvottun á ökuskírteinum.
d. Þriðju aðilum sem framkvæma neytendakannanir fyrir hönd bílaleigunnar sem bílaleigan notar til að bæta þjónustu sína gagnvart leigutökum.
15. Gögn sem innihalda persónuupplýsingar eru geymdar á netþjónum innan EES svæðisins og dulkóðaðar til þess að lágmarka líkur á því að utanaðkomandi aðilar komist í þau. Leigusali viðheldur ávallt viðeigandi og fullnægjandi verklagi til þess að koma í veg fyrir óheimilan aðgang og misnotkun á þeim persónuupplýsingum sem við notum.
16. Persónuupplýsingar leigutaka eru eingöngu geymdar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla upprunalegan tilgang með söfnun þeirra. Eins og 7. grein laga nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja kveður á um skal bílaleigan varðveita leigusamninginn í a.m.k. 3 ár. Í vissum tilfellum kunna persónuupplýsingarnar að vera geymdar í allt að sjö ár, í samræmi við lög um bókhald nr. 145/1994.
17. Persónuupplýsingum barna er ekki safnað enda er börnum yngri en 16 ára ekki heimilt að nýta þjónustu okkar.
18. Leigusali er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með. Samskiptaupplýsingar bílaleigunnar má finna í leigusamningnum.
Afhending ökutækis:
19. Leigusali ábyrgist afhendingu ökutækis á umsömdum tíma og að það fullnægi kröfum sem gerðar eru um það samkvæmt lögum.
20. Leigusali skal kynna leigutaka efni leigusamnings þessa og sérstaklega þær skyldur sem hann tekur á sig með undirritun hans.
21. Um aukaþjónustu sem ekki er tilgreind í samning þessum gildir almenn verðskrá leigusala.
22. Vilji leigusali takmarka sérstaklega notkun ökutækis með hliðsjón af útbúnaði þess og/eða ástandi vega skal það gert skriflega við undirritun leigusamnings þessa.
23. Leigusali ábyrgist að vera ávallt með gilda starfsábyrgðartryggingu.
24. Leigusali er ekki ábyrgur fyrir hvarfi muna eða skaða á þeim, sem leigutaki, eða einhver annar aðili, geymdi eða flutti í eða á ökutækinu.
25. Leigutaki staðfestir með undirritun sinni á leigusamning og ástandsskýrslu ökutækis, ástand ökutækisins og fylgihluta þess þegar hann veitir því viðtöku.
26. Kílómetrafjöldinn (km) sem ökutækinu er ekið meðan samningur þessi er í gildi, ákvarðast með álestri á venjulegan kílómetramæli sem fylgir ökutækinu frá framleiðanda ökutækis. Leigutaki skal tilkynna leigusala svo fljótt sem auðið er, ef kílómetramælirinn er eða verður óvirkur á leigutímanum. Allar tilraunir til að breyta lestri kílómetramælisins eða aftengja hann er brot á samning þessum.
Við upphaf leigu:
27. Leigusali áskilur sér rétt til að neita leigutaka um að taka bílinn á leigu áður en leigutaki veitir bifreiðinni móttöku jafnvel þó samningur hafi verið undirritaður ef leigutaki telur slíkt nauðsynlegt.
28. Leigutaki skal hafa gilt ökuskírteini fyrir ökutækið sem tilgreint er á samningnum. Ökuréttindi skulu hafa verið gild í minnst eitt ár og þurfa að gilda út leigutímann eins og hann er tilgreindur á leigusamning.
29. Ökutækið er afhent með fullan eldsneytistank og skal leigutaki við upphaf leigutíma greiða fyrir andvirði fulls eldsneytistanks og hefur þá heimild til að skila bifreiðinni án þess að fylla eldnseytistankinn.
Meðferð ökutækis:
30. Ökutækinu skal skal ekið samkvæmt íslenskum umferðalögum.
31. Ökumaður skal hafa náð 18 ára aldri.
32. Leigutaki ber ábyrgð á tjóni gagnvart þriðja aðila sem ekki fæst bætt af vátryggingarfélagi ökutækisins.
33. Leigutaka er óheimilt:
a. að aka á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum ásamt Kjalvegi og um Kaldadal nema bílar í flokkum 4WD (fjórhjóladrifnir bílar) sem leigusali samþykkir að séu hæfir á slíkum vegum. Brot gegn grein þessari heimilar leigusala að beita leigutaka févíti að upphæð kr. 100.000. Framangreint ákvæði um févíti hefur ekki áhrif á skyldu leigutaka til greiðslu skaðabóta vegna tjóns.
b. að nota hið leigða til æfingaaksturs án skriflegs samþykkis leigusala. Framvísa skal áritun tryggingafélags í æfingabók ökunema.
c. að nota ökutækið til flutninga á farþegum gegn greiðslu, lána það eða framleigja.
d. að flytja bifreiðina úr landi.
e. að vanrækja tilkynningaskyldu sína til viðkomandi lögregluyfirvalda og/eða árekstrarþjónustu ásamt leigusala hafi orðið árekstur, slys eða annað tjónsatvik. Ekki má yfirgefa staðinn fyrr en skýrsla um atburðinn hefur verið rituð og undirrituð af bæði af ökumanni og öðrum, svo sem ökumenn annara ökutækja eða aðrir sem að málinu koma.
34. Tilkynni leigutaki ekki um tjón ber hann fulla ábyrgð á tjóni.
35. Leigutaki skal fylla út tjónaskýrslu að beiðni leigusala innan 7 daga frá skriflegri kröfu leigusala. Verði leigutaki ekki við þeirri kröfu má líta svo á að umrætt tjón hafi orðið á þann hátt að það falli utan við skilmála kaskótryggingar og ber leigutaki þá fulla fjárhagslega ábyrgð á því.
36. Leigusali ábyrgist ekki að leigutaki fái nýjan bíl sé leigutaki ábyrgur fyrir tjóni og er það háð skilyrðum leigusala.
37. Þurfi leigusali að sækja eða láta sækja ökutækið vegna atvika sem ekki eru á ábyrgð leigusala ber leigutaki allan kostnað vegna þessa skv. verðskrá leigusala hverju sinni. Þetta getur til dæmis verið vegna áreksturs eða annars tjónsatviks eða í tilviki rafmagnsbíla sem eru rafmagnslausir.
38. Reykingar eru ekki leifðar í bifreiðum leigusala Leigusali getur sektað leigutaka ef reykt er í ökutækinu skv. verðskrá leigusala. Einnig getur leigusali rukkað leigutaka um þrifagjald vegna slæmrar umgengni eða ólyktar í ökutækinu t.d. vegna gæludýra.
39. Leigutaka er óheimilt að láta fara fram viðgerðir á ökutæki nema í samræðai við leigusala.
40. Leigutaka er óheimilt að láta framkvæma breytingar á ökutækinu og fylgihlutum þess eða leyfa nokkra veðsetningu á því.
41. Leigutaka ber að halda hinu leigða vel við og tilkynna leigusala um allar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær verða.
42. Leigutaki skal greiða fyrir skemmdir sem verða á ökutækinu, á meðan ökutækið er í hans ábyrgð og ekki fást bætt úr kaskótryggingu ökutækisins eða ábyrgðartryggingu þriðja aðila.
43. Skemmdir sem verða á ökutækinu eru staðgreiðsluskyldar og greiðast samkvæmt verðskrá leigusala hverju sinni.
44. Leigutaka er skylt að koma með bifreiðina til þjónustuskoðunar og/eða eftirlits eins og kveðið er á um í samningi þessum og láta leigusala annast viðhald og viðgerðir á hinu leigða. Leigutaki viðurkennir rétt leigusala til þess að kalla bifreið skriflega inn til skoðunar hvenær sem er á leigutímanum með 7 daga fyrirvara þar sem kannað er ástand bifreiðarinnar og mælastaða tekin. Sé ekki orðið við þeirri innköllun geta starfsmenn leigusala tekið bifreiðina til skoðunar hvar sem til hennar næst og án aðfarargerðar. Leigutaki veitir í þessu skyni fullan aðgang að bifreiðinni og geymslustað hennar, enda ber leigutaki ábyrgð á því að tryggja að leigusali sé með réttar upplýsingar um búsetu, netfang og símanúmer leigutaka.
45. Leigutaki ber ábyrgð á því að færa ökutækið til bifreiðaskoðunar á réttum tíma. Kostnaður við bifreiðaskoðun er þó reikningsfærður á leigusala hjá eftirtöldum skoðunarstöðvum; Frumherji, Tékkland, Aðalskoðun. Vakin er athygli á því að vanrækslugjald er kann að vera lagt á bifreiðina sökum þess að hún hefur ekki verið færð til skoðunar skal greitt af leigutaka.
46. Bili ökutækið vegna eðlilegs slits eða af öðrum ástæðum sem ekki eru leigutaka um að kenna, skal leigusali afhenda leigutaka annað sambærilegt ökutæki svo fljótt sem auðið er eða sjá til þess að viðgerð fari fram svo fljótt sem auðið er, á þeim stað sem leigusali ákveður. Framangreint hefur ekki áhrif á greiðslu leigugjalds eða annars sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum. Leigusali greiðir engar bætur í þeim tilvikum sem að framan greinir, hvorki vegna gistingar, né annars.
47. Sé leigutaka afhent bifreið í stað hinnar leigðu vegna viðhalds, bilana eða tjónaviðgerðar ber honum að skila henni innan 3 daga frá skriflegri kröfu leigusala um það. Verði leigutaki ekki við þeirri kröfu áskilur leigusala sér rétt til þess að gjaldfæra leigu vegna auka bifreiðarinnar samkvæmt verðskrá leigusala hverju sinni.
Skil á ökutæki:
48. Leigutaki skal skila ökutækinu:
a. ásamt öllum fylgihlutum (þ. m. t. hjólbörðum, verkfærum, rafmagnstenglum, hleðslusnúrum og bílstólum) í sama ásigkomulagi og það var við móttöku að undanskildu eðlilegu sliti vegna notkunar. Leigutaki samþykkir að greiða samkvæmt verðskrá leigusala einstaka hluta sem eru skemmdir eða fylgja ekki við skil.
b. á umsömdum tíma skv. leigusamningi þessum sem, í skilningi leigusamnings þessa, er aldrei skemmri tími en þar til leigusali hefur skráð ökutæki móttekið í sínu kerfi, en slíkt getur einungis átt sér stað á opnunartíma skrifstofu leigusala.
c. til aðseturs leigusala nema um annað hafi verið samið.
d. Í tilviki rafmagnsbíla skal skila ökutækinu með að minnsta kosti 90% hleðslu. Sé það ekki gert hefur leigusali heimild til þess að leggja á gjald skv. verðskrá leigusala.
49. Samningur þessi framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn sé bifreið ekki skilað inn við lok samningstíma. Að samningstíma loknum áskilur bílaleigan sér þó rétt til að kalla bifreið inn hvenær sem er og slíta samningnum. Framlengist samningurinn við lok samningstíma getur leiguverð tekið breytingum. Þetta á ekki við um í því tilfelli ef samningur þessi sé til styttri tíma en eins árs. Þá líkur samningi á þeirri dagsetningu sem kemur fram í samningnum. Ef leigutaki skilar ekki bifreið á tilgreindum tíma ef um styttri tíma en 12 mánaða leigu er að ræða (t.d. vetrarleigu), er leigusala heimilt að gjaldfæra daggjöld samkvæmt verðskrá hverju sinni.
50. Leigutaki samþykkir að greiða leigusala samkvæmt kröfu öll útgjöld, sem leigusali verður fyrir, ef hann þarf að koma ökutækinu til baka til aðseturs leigusala hafi það verið skilið eftir eftirlitslaust, án tillits til ástands ökutækisins, vega eða veðurs.
51. Tryggingafé skv. 8. gr. er endurgreitt leigutaka að leigutíma loknum að frádregnu kostnaðaruppgjöri hafi slíkt fé verið greitt til leigutaka.
52. Óski leigutaki eftir að skila inn ökutæki áður en samningstími er liðinn skal fara fram uppgjör á leigu auk riftunargjalds sem nemur allt að 6 mánaða leigu. Ef um vetrarleigusamning er að ræða þá nemur riftunargjaldið 1 mánaða leigu.
Tryggingar:
53. Samningur þessi inniheldur kaskótryggingu sem takmarkar fjárhagslega ábyrgð leigutaka vegna tjónstilvika sem ekki fást bætt úr hendi þriðja aðila, þ.m.t. í gegnum ábyrgðartryggingu.
54. Hið leigða skal vátryggt með lögboðinni ökutækjatryggingu. Um vátryggingar þessar gilda skilmálar Þess tryggingafélags sem leigusali er í viðskiptum við hverju sinni. Skipti leigusali um tryggingafélag á samningstímanum gilda skilmálar þess félags á hverjum tíma.
56. Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni sbr. 57.gr.
57. Kaskótrygging bætir tjón á ökutækinu eins og nánar er kveðið á um í samning þesum sbr. 53.gr. Leigutaki greiðir eigin áhættu í hverju tjónstilviki. Bótaskylda úr kaskótryggingu ökutækisins er háð skilmálum í samning þessum.
58. Verði tíðni tjóna að mati leigusala hærri en eðlilegt getur talist áskilur leigusali sér rétt til að hækka sjálfsábyrgð í hverju tjóni upp í allt að kr. 500.000, að undangenginni skriflegri tilkynningu þar um til leigutaka og / eða rifta leigusamningi.
59. Að því marki sem tjón á ökutæki fæst ekki bætt úr kaskótryggingu ökutækisins eða úr hendi þriðja manns, þ.m.t. ábyrgðartryggingu, ber leigutaki fulla ábyrgð á hverju tjóni sem verður á ökutækinu og getur ábyrgð hans numið allt að fullu verðgildi ökutækisins. Skal leigutaki greiða að fullu allan kostnað vegna tjóns eða skemmda á ökutækinu sem hann ber ábyrgð á skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala.
60. Kaskótryggingin, bætir skemmdir á ökutækinu af völdum skilgreindra tjónstilvika sem verða með skyndilegum og óvæntum hætti. Leigutaki skal skila skýrslu sem leigusali dæmir fullnægjandi og skal skýrslan sýna fram á að skilmálar kaskótryggingar eigi sannarlega við í því tjónstilviki sem um ræðir.
61. Tjónstilvik sem kaskótrygging nær ekki yfir:
a. tjón verður ef ökumaður hefur ekki öðlast réttindi til að aka ökutæki því sem um ræðir eða misst réttindi til að aka því.
b. tjón sem verður við kappakstur, aksturskeppni, eftirför, reynsluakstur eða æfingar fyrir slíkan akstur, nema um annað sé samið.
c. um er að ræða akstur þar sem bannað er að aka ökutækinu, svo sem ef ekið er annars staðar en á vegum landsins, á túnum, engjum, í snjósköflum, á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða, vegatroðninga og/eða aðrar vegleysur, þó að því undanskildu er skemmdir verða þegar ökumaður hefur neyðst til að aka út af akbraut, misst stjórn á ökutækinu eða til þess að forða árekstri við annað ökutæki eða vegfarenda.
d. Tjón sem aðeins verða á rafhlöðum, hleðsluinnstungum eða rafmótorum rafmagns og tvinnbíla. Slík tjónstilvik geta verið en eru ekki takmörkuð við; ranga hleðslu, árekstur, akstur á grófum vegum eða önnur tilvik þar sem undirvagn ökutækis verður fyrir hnjaski. Þessi undanþágugrein gildir ekki um útafskstur sem sjálfstætt óhapp.
e. skemmdir hljótast af því að ökutæki er ekið í vatni eða sjó.
f. ökutækið er notað til annars aksturs en til þess sem getið er í skírteininu.
g. samningur hefur fallið úr gildi vegna vanskila á iðgjaldi, leigugjaldi eða vegna uppsagnar.
h. skemmdir verða af efnisgalla hönnunargalla, smíðisgalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækisins, þó bætast skemmdir sem hljótast af þessum orsökum á öðrum hlutum ökutækisins ef um áakstur, árekstur, veltu eða útafakstur er að ræða.
i. hvers kyns tjón sem verða á ökutæki, öðru en á yfirbyggingu, þegar ökutæki rekst niður í akstri svo sem á hryggi eftir veghefla, hraðahindranir, ristarhlið, holur í vegi, jarðföstu grjóti eða torfæru hvort sem er utan vega og slóða eða ekki. Hér með talin til dæmis bilun á ásum, fjöðrum, gírkassa, drifi, rafgeymi, rafhlöðum, rafmótorum og öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, m.a. hjólbörðum og felgum. Hið sama gildir um skemmdir er verða þegar laust grjót hrekkur upp undir ökutæki í akstri. Þessi undanþágugrein gildir ekki um útafakstur sem sjálfstætt óhapp.
j. vátryggðum og þeim sem með samþykki vátryggðs er ábyrgur fyrir hinu ökutækinu ber að geyma það þannig að ekki sé hætta á að það fjúki í slæmum veðurskilyrðum. Ekki skal nota ökutækið við akstur á svæðum þar sem varað hefur verið við akstri ökutækisins vegna óveðurs eða þar sem vindstyrkur mælist sannanlega yfir 24,5 m/sek, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar.
k. skemmdir sem eingöngu verða á innréttingu ökutækis svo sem á sætum, mælaborði, hurðaspjöldum, teppum osfrv.
l. ökutækið er fengið í hendur aðila sem er ölvaður, eða á annan hátt ófær til að aka ökutæki skv. (samkvæmt) 44. gr. umferðarlaganna með síðari breytingum.
m. Skemmdir á vél eða öðrum vélrænum hlutum sem hljótast af skorti á eða rangri notkun á smurefnum, kælimiðlum eða eldsneyti.
n. tjón sem verður vegna hefðbundinnar umgengni, svo sem reykinga og neyslu matar og drykkjar í ökutækinu.
o. skemmdir á vél eða drifbúnaði sem hljótast af rangri notkun eða skorts á kælimiðli, smurolíu, gírolíu osfrv. Einnig tjón sem verður vegna rangrar hleðslu í tilviki rafmagnsbíla og tvinnbíla.
p. tjón sem verður vegna flutnings á hvers konar farmi nema að um umferðaróhapp sé að ræða.
q. skemmdir hljótast af völdum náttúruhamfara svo sem eldgoss, jarðskjálfta eða sandfoks.
r. Tjón sem rakið verður til stríðs, óeirða, uppþots, verkfallsaðgerða eða annarra sambærilegra atburða.
s. skemmdir hljótast af völdum kjarnorku, jónandi geislunar og geislavirkra efna.
t. tjón sem verður af völdum dýra.
u.tjón sem verða vegna ölvunaraksturs.
v.tjón sem verða vegna þess að bifreið er notuð til að draga með dráttarbeislu, kerrur, hjólhúsi eða annars konar vagna.
62. Ágreining varðandi bótaskyldu vegna umferðaróhappa, ábyrgðartryggingar eða slysatryggingar má skjóta til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum.
Greiðslur:
63. Umsamið leiguverð og tryggingaiðgjald er innheimt fyrir fram með greiðslukorti og/eða innheimtukröfu í netbanka. Innifalið í greiðslu er leigugjald, umsaminn akstur, tryggingar, bifreiðagjöld, árstíðarbundin dekkjaskipti (greitt er sérstaklega fyrir negld dekk), hefðbundið viðhald sem myndast við eðlilega notkun ss. smurþjónusta og reglubundnar þjónustuskoðanir. Þjónusta vegna dekkjaviðgerða og umfelgana ef dekk springur er ekki innifalin í leiguverðinu svo og viðgerðir vegna bilunar sem orsakast af óeðlilegu sliti eða slæmri meðferð ökutækis.
64. Ef notkun fer umfram innfalinn akstur skal leigutaki greiða aukalega gjald samkvæmt verðskrá leigutaka, sem verður innheimt af leigusala skv. samkomulagi hans við leigutaka, þó aldrei síðar en í lok leigutíma.
65. Uppgjörsgreiðsla verður innheimt með lokagreiðslu eða eftir nánara samkomulagi milli aðila þar um.
66. Óski leigutaki eftir annarri þjónustu en samningur þessi tekur til skal hann greiða fyrir hana skv. gjaldskrá leigusala.
67. Leigutaki er ábyrgur fyrir öllum stöðumælasektum, sektum fyrir umferðarlagabrot, veggjöldum, vanrækslugjöldum vegna bifreiðaskoðunar og annars kostnaðar sem til getur fallið. Leigusala er heimilt að taka þjónustugjald skv. verðskrá sinni í samræmi við verðlista fyrir meðhöndlun sektagreiðslna og fyrir að veita upplýsingar vegna umferðarlagabrota. Innheimtar sektir og þjónustugjöld verða skuldfærðar á greiðslukort leigutaka eða á viðskiptareikning hans.
68. Fáist ekki skuldfærsluheimild á greiðslukort er samningur komin í vanskil. Greiði leigutaki ekki leiguna og aðrar greiðslur sem gjaldfallnar eru og honum ber að greiða á gjalddaga, skal hann greiða bílaleigunni hæstu lögleyfðu dráttarvexti af hinni vangreiddu fjárhæð auk kostnaðar skv. framlagðri gjaldskrá bílaleigunnar ásamt öðrum kostnaði sem af getur hlotist, svo sem lögfræði- eða málskostnað. Dráttarvextir eru ákvarðaðir skv. ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2000 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum, af gjaldfallinni fjárhæð og kostnaði.
69. Fyrirtæki og rekstraraðilar geta óskað eftir reikningsviðskiptum. Um þau gilda skilmálar Leiusala um reikningsviðskipti og er sótt um þau sérstaklega.
70. Leigusamningur þessi er tímabundinn og óuppseigjanlegur, leigutaki getur ekki skilað leigumun fyrr en í lok leigutíma án lokagjalds skv. gr. 52 í samningi þessum.
71. Leigusala er heimilt að gjaldfæra á greiðslukorti leigutaka leigugjald og annað sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum, svo sem greiðslur vegna tjóns sem verður á ökutæki á meðan það er í vörslu leigutaka og skal leigusali einn hafa ákvörðunarvald um hvenær það skuli gert, og hvort það sé gert í einu lagi eða ekki. Réttur þessi stendur óhaggaður í 12 mánuði eftir að ökutæki hefur verið skilað til leigusala.
Riftun:
72. Leigusala er heimilt að rifta samningi þessum án fyrirvara verði vanefnd af hálfu leigutaka eða brjóti hann einhverja grein samnings þessa. Sem dæmi má nefna:
a. Ef leigutaki innir ekki af hendi tilskildar greiðslur, samkvæmt samningi þessum á umsömdum gjalddögum.
b. Ef leigutaki vanrækir að koma með hið leigða til skoðunar skv. tilmælum samnings, vanrækir viðhald eða viðgerð á tjóni skv. samningnum eða hlítir ekki að öðru leyti skilyrðum samnings þessa um meðferð á leigumun.
c. Ef leigutaki eða einhver annar er tekinn fyrir ölvun við akstur á bifreiðinni og/eða leigutaki er sviptur ökuleyfi.
d. Ef leigutaki verður uppvís af óeðlilegri tjónasögu á ökutæki.
e. Ef leigutaki vanrækir skyldur sínar við tilkynningu tjóns á ökutæki.
73. Þá er leigusala heimilt að segja samningi þessum upp án fyrirvara séu eftirtaldar ástæður utan samnings fyrir hendi:
a. Ef bú leigutaka er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga eða greiðsluaðlögunar við kröfuhafa sína.
b. Ef einhverjar þær breytingar eru gerðar á rekstri eða skipulagi hjá leigutaka er komið geta í veg fyrir að hann fullnægi skuldbindingum sínum samkvæmt samningi þessum.
c. Komi til vanskila er leigusala heimilt að nýta tryggingafé sem innágreiðslu upp í vanskil. Um leið og tryggingafé hefur verið nýtt til uppgjörs vanskila getur leigutaki endurnýjað tryggingaféð með því að greiða upp eftirstöðvar vanskila og lagt fram nýtt tryggingafé. Ef ekki, verða riftunarákvæði leigusamnings virk. Um lok leigusamnings fyrir umsamin samningslok er innheimt skv. skilmálum leigusamnings.
74. Uppgjör milli leigusala og leigutaka vegna loka eða riftunar fer fram með þessum hætti:
a. Leigutaki skal greiða allar gjaldfallnar og ógjaldfallnar leigugreiðslur svo og áfallin gjöld á leigutíma, ásamt dráttarvöxtum.
b. Leigutaki skal greiða allan kostnað vegna riftunar samnings og vegna innheimtuaðgerða, þ.m.t. innheimtu- og málskostnað lögmanns skv. gjaldskrá hans, ásamt skaðabótum vegna tjóns er leigusali kann að verða fyrir vegna þess að samningi er rift fyrir lok leigutíma. Leigusali getur þó ekki krafist bóta nema samningi sé sagt upp vegna vanefnda leigutaka.
c. Dráttarvextir vegna riftunar reiknast af heildarkröfu hafi uppgjör ekki farið fram innan 15 daga frá því samningi var sagt upp eða rift.
75. Hvorugur samningsaðili leigusamningsins ber ábyrgð gagnvart hinum á töfum eða misbresti á að uppfylla samningsskyldur sínar samkvæmt samningnum og skilmálum hans, að undanskyldri skyldunni til að greiða peninga, sem verða vegna óviðráðanlegra ytri atvika, þar á meðal en ekki eingöngu vegna eldsvoða, jarðskjálfta, eldinga, verkfalla, vinnustöðvunar, styrjaldar, uppreisnar eða hryðjuverka (óviðráðanleg ytri atvik (force majeure)). Þetta gildir meðan á slíku atviki stendur og í þann tíma á eftir sem er sanngjarnt að ætla aðilanum til að halda áfram að framfylgja samningnum. Sá aðili sem ekki getur framfylgt skyldum sínum skal tilkynna hinum aðilanum um það komi til óviðráðanlegra ytri atvika (force majeure)